Eins og flestir vita hefur Lionel Messi skrifað undir samning við bandaríska félagið Inter Miami.
Messi er einn besti ef ekki besti fótboltamaður sögunnar og kemur til Miami frá Paris Saint-Germain.
Verkefnið í Miami verður gríðarlega erfitt fyrir Messi en búist er við að hann spili sinn fyrsta leik í þessum mánuði.
Miami tapaði 3-0 gegn St. Louis á laugardaginn og hefur félagið ekki unnið í 11 deildarleikjum í röð.
Það gæti reynst Messi afar erfitt að snúa gengi liðsins við sjálfur en liðið er á botni deildarinnar eftir 22 leiki.
Miami er með 18 stig úr þessum 22 leikjum og hefur aðeins unnið fimm hingað til.