Íslenska U19 ára landslið karla er úr leik á lokamóti Evrópumótsins eftir markalaust jafntefli gegn Grikklandi í kvöld. Leikið var á Möltu.
Íslenska liðið fékk ágætis séns í leiknum en tókst ekki að nýta þá.
Íslenska liðið endaði með tvö stig í riðlinum eftir jafntefli gegn Grikklandi í kvöld og Noregi á dögunum.
ÍSlenska liðið sýndi fína takta í mótinu en var án sína bestu leikmanna í mótinu og þar munaði um minna.
Noregur gerði jafntefli við Spán í kvöld og fer í undanúrslit ásamt spænska liðinu.