Gabriel Jesus, leikmaður Arsenal, ákvað að yfirgefa Manchester City eftir leik við Paris Saint-Germain árið 2021.
Um var að ræða mikilvægan leik í Meistaradeildinni en Pep Guardiola, stjóri liðsins, ákvað að nota Oleksandr Zinchenko sem falska níu í þessum leik.
Zinchenko hefur verið notaður sem bakvörður eða miðjumaður, annað en Jesus sem spilar ávallt í framlínunni eða á vængnum.
.Guardiola ákvað að notast við Zinchenko í þessum leik en Jesus kom inná sem varamaður og sá um að tryggja liðinu 2-1 sigur.
Brassinn hafði þó tekið ákvörðun um að fara eftir þessa ákvörðun og skrifaði undir hjá Arsenal síðasta sumar.
,,Við spiluðum leik í Meistaradeildinni, gegn PSG á heimavelli og hann ákvað að nota Oleksandr Zinchenko í falskri níu. Það var klikkun,“ sagði Jesus.
,,Daginn áður þá spilaði Zinchenko ekki þar á æfingu og hann notaði mig sem framherja. Zinchenko sagði meira að segja við mig: ‘Þann dag þá vorkenndi ég þér.’
,,Tveimur klukkutímum fyrir leik þá funduðum við saman, borðuðum og hvíldum okkur. Hann sagði okkur liðið og ég gat ekki borðað.“
,,Ég fór beint inn í klefa og hágrét. Ég hringdi í mömmu og sagðist vilja fara. Ég vildi fara heim því Zinchenko fór fram frekar en ég, hann setti vinstri bakvörð þarna frekar en mig.“