Jesse Lingard er án félags og er með þrjú tilboð á borði sínu, öll þessi tilboð koma frá Sádí Arabíu þar sem hægt er að þéna vel.
Lingard sagði í síðustu viku að hann myndi ekki útiloka það að fara til Sádí Arabíu.
Lingard var á mála hjá Nottingham Forest á síðustu leiktíð og þénaði 200 þúsund pund á viku. Var hann launahæsti leikmaður félagsins en gat ekkert.
Til að halda sömu launum þarf Lingard að fara til Sádí Arabíu en sömu laun fær hann ekki aftur á Englandi.
Sádarnir eru til í að taka öll stór nöfn í fótboltanum en Lingard átti fína spretti hjá Manchester United á ferli sínum.