Það verður áhugavert að sjá hver staðan verður hjá liði Tottenham eftir sumarið. Nokkrar breytingar gætu orðið á leikmannahópnum og þá er nýr stjóri, Ange Postecoglou, tekinn við stjórnartaumunum.
Sagan endalausa um Harry Kane heldur áfram. Leikmaðurinn á aðeins ár eftir af samningi sínum og hefur Bayern Munchen gert í hann tilboð.
Þá er Kane alltaf sterklega orðaður við Manchester United.
James Maddison er þá á leiðinni til félagsins og Harvey Barnes, liðsfélagi hans hjá Leicester, gæti fylgt honum á eftir.
Loks er Micky van de Ven, varnarmaður Wolfsburg, orðaður við félagið.
The Sun tók saman hugsanlegt byrjunarlið Tottenham á næstu leiktíð. Þar er ekki gert ráð fyrir Kane.