Liverpool er á eftir Dominik Szoboszlai, sóknarsinnuðum miðjumanni RB Leipzig. Það er The Athletic sem segir frá þessu.
Forráðamenn Liverpool hafa fundað með umboðsmanni þessa 22 ára gamla miðjumanns um að koma í sumar.
Klásúla er í samningi Ungverjans sem gefur Liverpool tækifæri til að k aupa hann á 60,5 milljónir punda í sumar.
Szoboszlai er enginn Íslandsvinur enda hann gerði hann út um draum okkar á sæti á Evrópumótið sem fram fór í Englandi árið 2021.
Ísland og Ungverjaland mættust þá í úrslitaleik um EM sæti í nóvember árið 2021 þar sem Szoboszlai skoraði sigurmark Ungverja á 92 mínútu.