Diogo Jota, leikmaður Liverpool, var heldur betur í umræðunni í gær eftir leik liðsins við Tottenham.
Jota skoraði fjórða mark Liverpool í 4-3 sigri sem að lokum reyndist sigurmarkið í viðureigninni.
Margir vilja þó meina að Jota hafi átt að fá rautt spjald fyrr í leiknum fyrir brot á Oliver Skipp.
Jota sparkaði í höfuð Skipp sem reyndi að skalla boltann og kvartaði Ryan Mason, stjóri Tottenham, mikið eftir tapið.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, tjáði sig einnig um atvikið en segir að Tottenham þurfi einfaldlega að spila betri fótbolta.
,,Ég skil það að Ryan hafi áhyggjur af öðrum hlutum. Þetta er svo gott fótboltalið, Tottenham, þeir þurfa að spila betri fótbolta,“ sagði Klopp.
,,Þeir geta ekki bara notast við skyndóknir, þeir þurfa að spila betri bolta með þetta lið.“