Víkingur hefur byrjað Bestu deildina af miklum krafti en liðið er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, liðið hefur skorað sjö mörk og ekki fengið neitt á sig.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins segir að erfitt sé að kvarta undan góðu gengi liðsins. „Það er erfitt að kvarta, það er búin að vera ástríða í því að verja markið hjá okkur í þessum þremur leikjum. Við fengum á okkur of mörg mörk í vetur og í fyrra,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í viðtali við okkur í dag.
Arnar segir Víking hafa breytt leikstíl sínum meðvitað á þessu tímabili. „Að sama skapi hafa ýmsar aðrar tölur lækkað af ásettu ráði því við erum ekki með mannskap í að spila þann fótbolta sem við gerðum í fyrra. Við erum ekki leiðinlegt lið, við erum að reyna að læra að stjórna leikjum með og án bolta. KA um helgina er annað próf,“ segir Arnar.
Margir telja leikstíl Víkings líkan því sem var árið 2021 þar sem liðið varð Íslands og bikarmeistari. „Það er margt líkt, við erum að byggja upp með þremur aftast, tveimur á miðjunni og fimm frammi. Við erum að gera það með öðrum leikmönnum. Bakvörðurinn þarf að verða þriðji hafsent eða kom inn á miðjunni.“
Víkingur hefur nú náð sex stiga forskoti á Blika sem eru að elta toppliðið en þessi lið hafa verið að berjast síðustu ár.
„Ég held að þetta verði mjög spennandi mót, það er mikið af leikjum á vori þar sem erfitt er að meta hvernig liðin standa. Blikarnir eiga eftir að fara á sitt vanbunda flug. Valur er með sex stig, það eru fleiri lið.“
„Það var helvíti slæmt, það var erfitt að elta í fyrra. Þú ert að gefa þínum andstæðingum kraft með því að tapa stigum, þú setur aldrei pressu á liðin fyrir ofan þig. Það er gott að vera með forskot en getur líka verið gott að elta bráðina.“