Manchester United vann sigur á Brighton í undanúrslitum enska bikarsins sem fram fóru á Wembley í Lundúnum í gær.
Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.
United vann sigur þar en Solly March leikmaður Brighton skaut þá framhjá. David de Gea markvörður United var ekki líklegur til þess að verja neina spyrnu.
Casemiro miðjumaður og samherji De Gea virtist meðvitaður um það og reyndi að leiðbeina De Gea frá miðsvæðinu.
Sjón er í raun sögu ríkari en látbragð Casemiro var ansi skemmtilegt.
Casemiro during the shootout. 🤣 pic.twitter.com/pqv0MHT6kr
— Paul, Manc Bald and Bred (@MufcWonItAll) April 23, 2023