fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Fjórir fyrrum stjórar Chelsea orðaðir við endanlega endurkomu

Victor Pálsson
Föstudaginn 7. apríl 2023 21:51

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er í leit að nýjum knattspyrnustjóra fyrir næstu leiktíð eftir að hafa látið Graham Potter fara á dögunum.

Potter tók við Chelsea fyrr á tímabilinu en gengið var ekki nógu gott og var hann í kjölfarið rekinn.

Frank Lampard, fyrrum stjóri og leikmaður Chelsea, tók við og mun stýra liðinu út leiktíðina.

Lampard er einn af fjórum fyrrum stjórum Chelsea sem eru orðaðir við félagið en ef hann stendur sig vel gæti hann fengið starfið endanlega.

Antonio Conte, Jose Mourinho og Carlo Ancelotti eru allir sagðir vera á óskalista Chelsea fyrir næsta sumar samkvæmt ESPN.

Conte hætti nýlega með Tottenham, Mourinho er stjóri Roma og Ancelotti er á mála hjá Real Madrid.

Aðrir menn eins og Julian Nagelsmann, Luis Enrique og Mauricio Pochettino eru einnig orðaðir við Chelsea sem mun bíða með að ráða þar til í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Flytur frá Manchester til Norwich

Flytur frá Manchester til Norwich
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

ÍBV henti KR úr bikarnum – Mosfellingar og Keflvíkingar áfram

ÍBV henti KR úr bikarnum – Mosfellingar og Keflvíkingar áfram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag