fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Segir starf Arnars hanga á bláþræði – „Skoðun yfirgnæfandi meirihluta íslenskra fótboltaáhugamanna er sú að Arnar eigi að víkja“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. mars 2023 16:31

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, telur útilokað að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, getið unnið stuðningsfólk landsliðsins aftur á sitt band. KSÍ hljóti að hugleiða að leysa hann frá störfum. Þetta kemur fram í pistli á Fótbolta.net.

Öll spjót standa nú á landsliðsþjálfaranum eftir afleita frammmistöðu liðsins í leik gegn Bosníu í gær, en leikurinn tapaðist 0-3. Margir stuðningsmenn voru sérstaklega slegnir yfir slökum varnarleik liðsins en þéttur varnarleikur hefur verið aðalsmerki íslenskra knattspyrnulandsliða um árabil.

Elvar segir að KSÍ beri skylda til að skoða málið ofan í kjölinn og velta upp þeim möguleika hvort segja eigi upp þjálfaranum. Hann skrifar:

„Stjórn KSÍ er að bregðast ef hún tekur ekki alvöru fundi núna og skoðar málin ofan í kjölinn. Hjá svona litlu sambandi verður fólk mjög náið en það verður að leggja allar tilfinningar til hliðar og spyrja sig hvort vegferðin sé rétt og framfarirnar nægilegar. Arnar hefur fengið tíma til að móta nýtt lið og nýjar hugmyndir en spilamennskan hefur verið slök og úrslitin léleg. Það er ekki hægt að skýla sér endalaust bak við orðið uppbygging. Vanda formaður hefur sjálf sagt að nú séu verk Arnars lögð fyrir dómstóla.“

Elvar segir að óvinsældir Arnars séu slíkar að KSÍ verði að hlusta á þær óánægjuraddir. Óvinnandi verk sé fyrir Arnar að vinna íslenska knattspyrnuáhugamenn á sitt band:

„Skoðun yfirgnæfandi meirihluta íslenskra fótboltaáhugamanna er sú að Arnar eigi að víkja. Óvinsældir hans meðal stuðningsmanna Íslands eru miklar og stjórn KSÍ hlýtur að þurfa að hlusta á þessar raddir en stinga höfðinu ekki í sandinn. Landsliðið er ekki einkamál KSÍ og starf Arnars hlýtur að hanga á bláþræði. Þetta er fólkið sem mætir á völlinn og tekur Víkingaklappið. Ég held því miður að það sé óvinnandi verk fyrir Arnar að vinna fólkið á sitt band.“

Heimir var tilbúinn að taka við liðinu

Elvar bendir á að Heimir Hallgrímsson hafi verið tilbúinn að taka við liðinu í fyrra en KSÍ hafi skort kjark til að taka það skref. Hann telur ennfremur að á vakt Arnars hafi glatast þekking og reynsla sem nýliðin gullaldarár landsliðsins gáfu af sér, enda séu allt aðrar áherslur núna varðandi liðið:

„Einhverra hluta vegna var mörgu af því sem skilaði okkur sögulegri velgengni og þátttöku á tveimur stórmótum kollvarpað. Hugmyndafræðin er allt önnur, áherslurnar aðrar og nánast allir sem voru í kringum liðið horfnir á braut. Þekking hefur tapast og það er eitthvað sem erfitt er að kyngja. Allt fótboltasamfélagið á Íslandi ber ábyrgð á því að gullaldarárin hafi ekki skilið meira eftir sig.“

Elvar segir það vera lítilmannlegt að afskrifa sæti á næstu EM enda séu sumir andstæðingar okkar í undanriðlinum í tómu tjóni, t.d. Slóvakía. „Árangur næst aldrei ef ekki er hugsað stórt,“ segir ritstjórinn og hvetur til breytinga.

 

Sjá pistil Elvars

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Í gær

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar