Rauða spjaldinu sem Casemiro fékk í leik Manchester United og Southampton um helgina verður ekki áfrýjað.
Brasilíumaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir nokkuð groddaralega tæklingu en virtist jafnframt fremur óheppinn. Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik en leiknum lauk 0-0.
Þetta er í annað skiptið sem Casemiro fær beint rautt spjald á þessari leiktíð og fer hann því í fjögurra leikja bann.
Það hefur verið staðfest að banninu verður ekki áfrýjað.