fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Myndir sem fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum eftir sigur Arsenal kæta stuðningsmenn félagsins mikið

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 5. mars 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist og styttist í endur­komu brasilíska sóknar­mannsins Gabriel Jesus, leik­manns Arsenal sem hefur verið frá undan­farna mánuði vegna meiðsla. Nýjustu vendingar, sem fóru í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum, fara vel í stuðnings­menn Arsenal.

Arsenal hefur tekist vel að fóta sig í fjar­veru Jesus sem hafði byrjað sitt fyrsta tíma­bil hjá fé­laginu afar vel. Arsenal er sem stendur í efsta sæti ensku úr­vals­deildarinnar með fimm stiga for­skot.

Það styttist óðum í endur­komu Jesus, Arsenal vann í gær afar sætan endur­komu­sigur á Bour­nemouth á Twitter í gær­kvöldi birtust at­hyglis­verðar myndir frá Emira­tes leik­vanginum, heima­velli Arsenal eftir leik.

Þar mátti sjá Jesus taka þátt á æfingu með þeim leik­mönnum sem komu ekkert við sögu í leiknum og kætir það stuðnings­menn Arsenal sem vonast til þess að leik­maðurinn komist á fullt með liðinu á þessum loka vikum tíma­bilsins sem eru fram undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona