fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Eyfi með uppljóstrun í beinni – Eitthvað sem fáir vissu af

433
Laugardaginn 4. mars 2023 20:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Kristjánsson kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Með honum var Hörður Snævar Jónsson, íþróttafréttastjóri Torgs. Þeir félagar fóru yfir fréttir vikunnar en meðal þess sem bar á góma var hið óvænta hrós sem Jóhann Berg Guðmundsson fékk frá gamla brýninu Neil Warnock.

„Það var frábært að heyra þetta frá honum. Ég held að það sem Warncock sé að segja þarna sé hverju orði sannara. Ég hef ekki séð Jóa spila betur. Hann er svo ofboðslega stöðugur. Hann gerir svo fá mistök og ég horfi á alla Burnley leiki. Burnley er mitt lið á eftir Manchester United. Hann finnur alltaf mann og á mjög sjaldan sendingar sem fara annað en á samherja.“

Jóhann var var gestur í hlaðvarpsþættinum, Chess After Dark um helgina. Drengirnir heimsóttu Jóhann til Manchester og fóru yfir sviðið.

Jóhann hefur verið atvinnumaður frá árinu 2008 en framlengdi á dögunum samning sinn við félagið sem er á leið aftur í ensku úrvalsdeildina og hefur þá verið hjá félaginu í átta ár. Hann sagði að stærsti samningur hans á ferlinum hafi verið hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni og viðurkenndi að það hafi gefið vel í aðra hönd.

Eyfi þekkir vel til Jóa en fyrsti atvinnumannasamningurinn var undirritaður heima hjá Eyfa. „Við erum svolítið tengdir ég og Jói. Hann gekk frá sínum fyrsta samning við AZ Alkmaar heima hjá mér í sófanum. Ég er vel kunnugur föður hans og ég þekkti líka umboðsmanninn hans og kom þeim saman. Það var úr að hann samdi við AZ Alkmaar og ég fór og heimsótti hann þangað. Skellti mér á leik með AZ og Ajax þar sem AZ vann þar sem Jói var reyndar meiddur en Kolli skoraði sigurmarkið með skalla.“

Eyfi ætlar að fara á lokaleikinn hjá Burnely þar sem titillinn í Championship deildinni fer á loft en Burnley er að vinna þá deild með miklum yfirburðum. „Áttunda maí. Þá fer ég.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð
433Sport
Í gær

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“
433Sport
Í gær

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“
433Sport
Í gær

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
Hide picture