Það er kjaftæði að Raheem Sterling sé óánægður í herbúðum Chelsea og sé að leitast eftir því að komast burt.
Þetta segir umboðsmaður leikmannsins, Kelly Hogarth, en hún tjáði sig opinberlega eftir sögusagnir sem fóru á kreik nýlega.
,,Sterling heufur aldrei kvartað yfir óánægju hjá Chelsea og skrifaði undir langtímasamning við nýja eigendur í sumar,“ sagði Kelly.
,,Það er ekki verið að skoða hans stöðu hjá félaginu áður en næsti félagaskiptagluggi opnar. Hann er spenntur fyrir því að ná enn frekari árangri en á síðustu árum.“
Sterling var hjá Manchester City áður en hann gekk í raðir Chelsea og vann þar ófáa titla.