Stephen Scholes, fyrrum leikmaður Leeds, fékk í gær sautján ára fangelsisdóm fyrir nauðgun á 17 ára gamalli stúlku sem átti sér stað í janúar árið 2020.
Nauðgunin átti sér stað í Leeds. Hinn 55 ára gamli Scholes hafði verið úti með þolandanum og keypti handa henni mikið magn af áfengi.
Scholes fór svo með hana í hús sem hann dvaldi í í Leeds. Þar átti nauðgunin sér stað.
Stúlkan var mjög ölvuð en Scholes tjáði henni að „kvöldið væri ekki búið.“
Scholes fór með 17 ára stelpuna upp í rúm og tók af henni fötin, ásamt því að snerta hana á óviðeigandi hátt. Hún öskraði á hann og bað um að hætta.
Scholes tók myndir af þolanda sínum á meðan brotin áttu sér stað.
Hann var alls dæmdur sekur fyrir átta brot gegn sömu stelpunni. Öll áttu sér stað aðfaranótt 25. janúar 2020.
Scholes neitaði öllum ásökunum en sannanir gegn honum voru sterkar.