Svar Sadio Mane við því hver af liðsfélögum hans í gegnum tíðina eða í dag væri bestur í að klára færi hefur vakið mikla athygli.
Þessi fyrrum leikmaður Liverpool, sem í dag er á mála hjá Bayern Munchen, svaraði hinum ýmsu spurningum á TikTok.
Mane var meðal annars spurður út í það hver væri bestur í að klára færi og margir hefðu haldið að svarið yrði Mohamed Salah.
Salah og Mane mynduðu magnað teymi hjá Liverpool áður en sá síðarnefndi hélt til Bayern í sumar.
Mane sagði hins vegar að sá besti í að klára færi af mönnum sem hann hefur spilað með væri Divock Origi.
Origi hélt til AC Milan í sumar. Hann skoraði 41 mark í 175 leikjum með Liverpool.
@11teamsports Ultimate player x Sadio Mane 🤯 Do you agree? #UltimatePlayer #ultimatetean #ultimate #fut #sadiomane #NewBalanceFootball #Newbalance #FCBayern #LoveTheGame #11teamsports ♬ Originalton – 11teamsports