Hinn katarski Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani vill eignast Manchester United og lagði fram tilboð fyrir helgi. Al Thani er forstjóri QIB-bankans.
Glazer-fjölskyldan tilkynnti í nóvember að United væri til sölu. Auk Katara hefur Sir Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, lagt fram tilboð í félagið.
Al Thani trúir því hins vegar að tilboð Katara sé það besta sem standi United til boða, en það er talið hljóða upp á fimm milljarða punda.
Það skemmir ekki fyrir að Al Thani er talinn stuðningsmaður United.
Kaupi Al Thani félagið mun hann gera það skuldlaust, en skuld þess nemur 515 milljónum punda eins og er.
Þá ætla Katarar að fjárfesta í liðum í United í öllum aldursflokkum, bæði í karla- og kvennaflokki.
Þá verður ráðist í það að bæta innviði, eins og æfingasvæðið og sjálfan Old Trafford.
Sheikh Jassim bin Hamad Al Thani is said to be a Manchester United supporter. United only club he has ever been interested in buying.
— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) February 19, 2023
Qatari bid for Man United has funds in place to buy 100% of the club without any borrowing. Bid believes it’s best offer on the table, not just in terms of price but also regarding commitment to investing in men’s & women’s teams, stadium, training ground and local regeneration
— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) February 19, 2023
Qatari bid for Manchester United would wipe out all the club’s debts. Glazer family’s 2005 £790m leveraged buyout deal was funded with borrowed money which was loaded onto the previously debt-free club. The net debt is still £515m. Qataris would pay it all off.
— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) February 19, 2023
5