Randal Kolo Muani framherji Eintrach Frankfurt er sagður efstur á óskalista Manchester United þegar kemur að sóknarmönnum í sumar.
Franska blaðið L’Equipe sem oftar en ekki er talið nokkuð virt frá þessu. Kolo Muani heillaði marga með kröftugum innkomum á Heimsmeistaramótinu í Katar.
United sárvantar framherja en félagið losaði sig við Cristiano Ronaldo fyrir jól og leitar að framtíðar manni.
L’Equipe segir að Muani muni kosta nálægt 90 milljónum punda en hann er kraftmikll sóknarmaður.
Kolo Muani er fæddur árið 1998 en hann gekk í raðir Frankfurt síðasta sumar.