fbpx
Miðvikudagur 07.júní 2023
433Sport

Nike sendir frá sér yfirlýsingu eftir breytingar Greenwood á Instagram um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 13:30

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nike hefur séð sig tilneytt til þess að senda frá sér yfirlýsingu vegna breytinga hjá Mason Greenwood á Instagram um helgina. Hann sagði sig meðal annars vera Nike íþróttamann á nýjan leik en því hafnar fyrirtækið.

Greenwood var fyrir helgi hreinsaður af öllum ásökunum um gróft ofbeldi. Hann hefur ekki spilað fótbolta í meira en ár í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, stjórnandi hegðun og líkamsárás, allt gegn fyrrverandi kærustu sinni Harriet Robson.

Robson birti myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum og sakaði Greenwood um gróft ofbeldi. Lykil vitni í málinu létu svo lögreglu vita að þau myndu ekki bera vitni og þá komu ný gögn fram sem varð til þess að lögreglan lét málið niður falla.

Greenwood má ekki mæta á æfingar hjá United og skoðar félagið málið, mikið ákall er um það að félagið noti hann ekki vegna þeirra ásakana sem Robson setti fram.

Greenwood fór á Instagram í gær og skráði sig sem leikmann Manchester United og sem Nike íþróttamanna. Nike rifti samningi Greenwood þegar ásakanir á hendur honum komu upp.

„Mason Greenwood er ekki lengur Nike íþróttamaður,“ segir í yfirlýsingu fyrirtæksins og því fer sóknarmaðurinn þarna með rangt mál.

Þá hreinsaði Greenwood til í myndum á Instagram síðu sinni og tók út forsíðumyndina af síðu sinni.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu viðbrögð Harðar og Loga í beinni – Ætluðu ekki að trúa eigin augum

Sjáðu viðbrögð Harðar og Loga í beinni – Ætluðu ekki að trúa eigin augum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KR komið í undanúrslit eftir sigur í framlengingu – Mæta Víkingi í undanúrslitum

KR komið í undanúrslit eftir sigur í framlengingu – Mæta Víkingi í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guðjón Pétur dæmdur í tveggja leikja bann – Sjáðu atvikið sem varð til þess að aganefnd KSÍ þyngdi dóminn

Guðjón Pétur dæmdur í tveggja leikja bann – Sjáðu atvikið sem varð til þess að aganefnd KSÍ þyngdi dóminn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tíu bestu kaupin í enska á þessu tímabili að mati sérfræðinga

Tíu bestu kaupin í enska á þessu tímabili að mati sérfræðinga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Agnes reið Haaland
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tottenham hefur áhuga á Maguire og það myndi gleðja Harry Kane

Tottenham hefur áhuga á Maguire og það myndi gleðja Harry Kane
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heftið hjá Sádunum er á lofti – Fundað með Kante og nú fær Alexis Sanchez líka tilboð

Heftið hjá Sádunum er á lofti – Fundað með Kante og nú fær Alexis Sanchez líka tilboð