Lionel Messi var hetjan í París í kvöld er PSG spilaði á móti Toulouse í frönsku deildinni.
Toulouse komst yfir í þessum leik áður en Achraf Hakimi jafnaði metin fyrir heimamenn undir lok fyrri hálfleiks.
Það var svo Messi sem gerði sigurmark PSG í seinni hálfleik á virkilega laglegan hátt.
Messi átti fallegt skot fyrir utan teig sem endaði í netinu til að tryggja þrjú mikilvæg stig.
For those who missed this magical Goal 🪄
Leo Messi…❤️💙 pic.twitter.com/pW2qKNuVYY
— Kushagra 1970 (@KushagraPSG) February 4, 2023