fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Viðrar enn og aftur umdeilda skoðun – Tjáir sig nú um Haaland

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabby Agbonlahor er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum í starfi sparkspekingsins og kemur hann oft með athyglisverð ummæli.

Þessi fyrrum framherji Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni sagði á dögunum að hann vildi sjá Pep Guardiola prófa að stilla upp byrjunarliði Manchester City án Erling Braut Haaland í nokkrum leikjum.

Haaland hefur farið á kostum frá komu sinni til City og skorað 25 mörk í 19 leikjum. Liðið hefur þó breytt spilamennsku sinni frá komu hans. Á síðasta tímabili spilaði liðið til dæmis yfirleitt án hreinræktaðs framherja.

„Ég vil sjá City spila án Haaland í nokkrum leikjum og spila kerfið sem þeir spiluðu í fyrra,“ segir Agbonlahor.

„Ég vil sjá Foden sem falska níu. Ég vil sjá Grealish úti vinstra megin og Mahrez hægra megin. Ég vil sjá Gundogan, De Bruyne og Rodri á miðjunni.

Svo er hægt að sjá hvort liðið sé betra án Haaland. Ég hef séð Haaland í nokkrum leikjum undanfarið og hann bíður eftir að De Bruyne komi með David Beckham-seningar inn á teiginn. Hann kemur ekki neðar á völlinn eða tekur varnarmann á.“

Agbonlahor vill sjá mörk úr fleiri áttum hjá Englandsmeisturunum.

„Manchester City hefur vanist því að spila þannig að allir geta farið inn á teig. Gundogan hefur skorað helling af mörkum þar sem hann kom inn á teiginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“