fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
433Sport

Viðrar enn og aftur umdeilda skoðun – Tjáir sig nú um Haaland

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabby Agbonlahor er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum í starfi sparkspekingsins og kemur hann oft með athyglisverð ummæli.

Þessi fyrrum framherji Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni sagði á dögunum að hann vildi sjá Pep Guardiola prófa að stilla upp byrjunarliði Manchester City án Erling Braut Haaland í nokkrum leikjum.

Haaland hefur farið á kostum frá komu sinni til City og skorað 25 mörk í 19 leikjum. Liðið hefur þó breytt spilamennsku sinni frá komu hans. Á síðasta tímabili spilaði liðið til dæmis yfirleitt án hreinræktaðs framherja.

„Ég vil sjá City spila án Haaland í nokkrum leikjum og spila kerfið sem þeir spiluðu í fyrra,“ segir Agbonlahor.

„Ég vil sjá Foden sem falska níu. Ég vil sjá Grealish úti vinstra megin og Mahrez hægra megin. Ég vil sjá Gundogan, De Bruyne og Rodri á miðjunni.

Svo er hægt að sjá hvort liðið sé betra án Haaland. Ég hef séð Haaland í nokkrum leikjum undanfarið og hann bíður eftir að De Bruyne komi með David Beckham-seningar inn á teiginn. Hann kemur ekki neðar á völlinn eða tekur varnarmann á.“

Agbonlahor vill sjá mörk úr fleiri áttum hjá Englandsmeisturunum.

„Manchester City hefur vanist því að spila þannig að allir geta farið inn á teig. Gundogan hefur skorað helling af mörkum þar sem hann kom inn á teiginn.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hrafnkell styður Óla Stefán heilshugar eftir harðorðan pistil – Telur að þetta verði niðurstaðan í málinu

Hrafnkell styður Óla Stefán heilshugar eftir harðorðan pistil – Telur að þetta verði niðurstaðan í málinu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Stjarna Manchester United sást á hækjum – Óvíst með úrslitaleikinn

Stjarna Manchester United sást á hækjum – Óvíst með úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sér mikið eftir því að hafa samið við Chelsea – United og Arsenal sýndu áhuga: ,,Enn og aftur hlustaði ég á konuna“

Sér mikið eftir því að hafa samið við Chelsea – United og Arsenal sýndu áhuga: ,,Enn og aftur hlustaði ég á konuna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag með góðar fréttir fyrir stuðningsmenn – ,,Býst við að þetta verði að veruleika“

Ten Hag með góðar fréttir fyrir stuðningsmenn – ,,Býst við að þetta verði að veruleika“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væri til í að sjá kónginn snúa aftur á Nou Camp

Væri til í að sjá kónginn snúa aftur á Nou Camp
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frakkland: Messi skoraði er PSG tryggði titilinn

Frakkland: Messi skoraði er PSG tryggði titilinn
433Sport
Í gær

Luton tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni – Voru síðast í efstu deild fyrir 31 ári

Luton tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni – Voru síðast í efstu deild fyrir 31 ári
433Sport
Í gær

Fjarlægður úr tölvuleiknum eftir yfir 260 brot á reglum

Fjarlægður úr tölvuleiknum eftir yfir 260 brot á reglum