Richarlison, leikmaður Tottenham, var mættur til að horfa á leik með varaliði Tottenham í gær gegn Arsenal.
Lucas Moura var á meðal leikmanna Tottenham en hann er landi Richarlison og koma þeir báðir frá Brasilíu.
Lucas er að jafna sig af meiðslum en hann er líklega á förum frá félaginu í sumar er samningur hans rennur út.
Richarlison var skemmt í stúkunni í gær og mætti með spjald þar sem hann bað landa sinn um treyjuna.
,,Lucas, má ég fá treyjuna þína?“ skrifaði Richarlison og hafði gaman að eins og má sjá hér fyrir neðan.