fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
433Sport

Sjáðu myndbandið: Fyrrum Arsenal maðurinn nýtti sér umdeilt brot Arons Einars – Al-Arabi varð af mikilvægum stigum

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 17:57

Samsett mynd úr leik kvöldsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al-Arabi og spilaði allan leikinn í 2-0 tapi liðsins gegn Al-Sadd í katörsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sigur hefði komið Al-Arabi á toppinn í katörsku úrvalsdeildinni en gæfan reyndist ekki með liðinu í kvöld.

Það var fyrrum leikmaður Arsenal, miðjumaðurinn Santi Cazorla sem kom Al-Sadd yfir í kvöld með marki úr vítaspyrnu á 66. mínútu eftir að Aron Einar hafði gerst brotlegur innan teigs. Aron fékk boltann í hendi sína og eftir að hafa skoðað atvikið í VAR-sjánni staðfesti dómari leiksins vítaspyrnudóm sinn.

Lýsendur leiksins á Seven HD sjónvarpsstöðinni voru sammála um að um afar strangan dóm væri að ræða.

Aðeins sex mínútum eftir fyrsta markið tvöfaldaði Hassan Al Heidos forystu Al-Sadd og reyndist það lokamark leiksins.

Al-Arabi situr sem stendur í 2. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar með 22 stig eftir tíu umferðir, einu stigi á eftir Al-Duhail sem vann sinn leik gegn Al-Shamal í dag.

Vítaspyrnudóminn og mark Cazorla má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Messi komst við er argentínska þjóðin hyllti hetjurnar sínar á magnþrunginn hátt

Sjáðu myndbandið: Messi komst við er argentínska þjóðin hyllti hetjurnar sínar á magnþrunginn hátt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

„Við þurfum að læra af þessum leik og stíga upp“

„Við þurfum að læra af þessum leik og stíga upp“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alfreð segir enga ástæðu til þess að hengja haus eftir svekkelsi í Bosníu – „Það er gríðarlegt svekkelsi í hópnum“

Alfreð segir enga ástæðu til þess að hengja haus eftir svekkelsi í Bosníu – „Það er gríðarlegt svekkelsi í hópnum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar Þór eftir slæmt tap Íslands í Bosníu – „Þetta var ekki úrslitaleikurinn í riðlinum“

Arnar Þór eftir slæmt tap Íslands í Bosníu – „Þetta var ekki úrslitaleikurinn í riðlinum“