Eric Cantona, goðsögn Manchester United, hefur tjáð sig um aðra goðsögn félagsins, Cristiano Ronaldo.
Ronaldo var í mikill fýlu hjá Man Utd í vetur og reyndi mikið að komast burt og fékk ósk sína uppfyllta að lokum.
Ronaldo taldi sig ekki spila nógu stórt hlutverk í Manchester en hann er orðinn 37 ára gamall.
Cantona segir að Ronaldo hugsi enn um sjálfan sig sem 25 ára gamlan leikmann, eitthvað sem virkar ekki í nútíma fótbolta.
,,Það eru tvær týpur af eldri leikmönnum: þeir sem átta sig ekki á því að þeir eru ekki 25 ára og þeir sem átta sig á aldrinum og hjálpa yngri leikmönnum,“ sagði Cantona.
,,Þeir vita það að þeir fá ekki að spila alla leiki en vita einnig að það munu koma augnablik þar sem þeir geta látið ljós sitt skína.“
,,Það eru leikmenn eins og Zlatan Ibrahimovic sem gerir það enn hjá AC Milan, Ryan Giggs og Paulo Maldini er hann var hjá Milan.“
,,Ronaldo áttar sig ekki á því að hann er ekki 25 ára gamall. Hann er orðinn eldri og veit ekki af því.“