Willian, leikmaður Fulham, skoraði í gær er liðið spilaði við Chelsea á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni.
Willian er þekktastur fyrir dvöl sína hjá Chelsea en hann lék þar frá 2013 til 2020.
Brasilíumaðurinn samdi við Arsenal árið 2020 en fór síðar til Corinthians í heimalandinu og svo Fulham.
Vængmaðurinn neitaði að fagna gegn sínu gamla félagi í gær en hann skoraði fyrsta mark leiksins í 2-1 sigri.
Myndband af því má sjá hér.
O Gol do Willian. pic.twitter.com/VnojK8bCMd
— Stamford (@StamfordBrasil) January 12, 2023