fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Allt klappað og klárt – Weghorst skrifaði undir hjá United

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. janúar 2023 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wout Weghorst hefur skrifað undir hjá Manchester United og kemur framherjinn á láni frá Burnley. Fabrizio Romano segir frá.

Hollenski framherjinn var á láni hjá Besiktas fyrri hluta tímabilsins en náði að losa sig þaðan til að komast til United.

United borgar Besiktas þrjár milljónir evra í skaðabætur, en Weghorst átti að vera í Tyrklandi út tímabilið.

United á þó ekki forkaupsrétt á leikmanninum frá Burnley næsta sumar og þyrfti því að bjóða í hann eins og hvern annan leikmann ef félagið vill hann.

Weghorst er hollenskur landsliðsmaður og var með liðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar. Þar fór Holland í 8-liða úrslit.

Þessi þrítugi leikmaður hefur skorað 8 mörk í 16 leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Líklega spilar Weghorst sinn fyrsta leik á morgun þegar United tekur á móti Manchester City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“