FH hefur staðfest komu Kjartans Henry Finnbogasonar til félagsins frá KR. Kjartan mun klæðast treyju númer 9 hjá FH.
Matthías Vilhjálmsson yfirgaf FH í vetur og gekk í raðir Víkings, hafði hann leikið í treyju númer 9 undanfarin ár.
Hinn 36 ára gamli Kjartan yfirgaf KR eftir síðasta tímabil. Ósætti hans við félagið í sumar vakti mikla athygli.
FH þarf að styrkja lið sitt eftir að hafa óvænt verið í fallbaráttu nær allt síðasta tímabil í Bestu deild karla.
Kjartan hefur skorað 49 mörk í 133 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann hefur aldrei leikið fyrir annað lið á Íslandi en KR og félagaskiptin ættu því að verða áhugaverð.
Velkominn Kjartan Henry!https://t.co/25z0thj2uc#ViðErumFH pic.twitter.com/ylMODkANoq
— FHingar (@fhingar) January 10, 2023