fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Horfðu á leik Vals og Hayasa hér

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 07:29

Valur er ríkjandi Íslandsmeistari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú klukkan níu að íslenskum tíma hefst leikur Vals og Hayasa frá Armeníu í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Nálgast má streymi á leikinn hér neðar.

Það þarf að komast í gegnum tvö stig undankeppninnar til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, sem samanstendur af sextán liðum og hefst í október.

Undankeppnin gengur þannig fyrir sig að liðin keppa í fjögurra liða riðlum um eitt laust sæti í næstu umferð.

Pomurje Beltinci frá Slóveníu og Shelbourne frá Írlandi eru einnig í riðli Vals og Hayasa og mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Sigurvegarnir mætast svo í úrslitaleik um sæti í annari umferð á sunnudag.

Breiðablik tekur einnig þátt á þessu stigi keppninnar. Liðið mætir Rosenborg. Sigurvegarinn úr leiknum mætir Minsk frá Hvíta-Rússlandi eða Slovacko frá Tékklandi á sunnudag.

Blikar tóku þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.

Leikur Blika og Rosenborg hefst klukkan 16 að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni