fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Kristján heldur því fram að FH og KR eigi lítið af peningum

433
Mánudaginn 25. júlí 2022 17:00

Kristján Óli Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson segir að tvö af stærstu félögum Íslands í fótboltanum eigi lítið af peningum í bankabókinni.

Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í dag. „Það er vesen á tveimur risaliðum í Bestu deildinni, það eru FH og KR. Það er lítið til á bankabókinni, það kemur ekki lítið á óvart hjá FH enda ekki í Evrópukeppni, KR búnir sennilega að eyða Evrópupeningum sem þeir fá svo í haust,“ segir Kristján.

Bæði KR og FH hafa verið mikil vonbrigði í Bestu deildinni í sumar en hafa ekki styrkt leikmannahópa sína í glugganum sem lokast á morgun.

„Það er ekki skrýtið að liðin séu ekki að styrkja sig í glugganum því það er ekki til ein einasta króna,“ sagði Kristján Óli.

FH rak Ólaf Jóhannesson úr starfi þjálfara á dögunum en hann fær borgað næstu þrjá mánuðina. „Ég get staðfest það að Óli Jó fékk þriggja mánaða uppsagnarfrest í Krikanum og fékk fyrsta mánuðinn greiddan. Þeir þurfa hafsent en hafa ekki efni á því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“