fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Þjálfari PSG í leyfi frá störfum vegna ásakana um „óviðeigandi hegðun“

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 24. maí 2022 22:05

Didier Olle-Nicolle fylgist með leik PSG og Bayern Munchen í Meistaradeildinni (Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Didier Olle-Nicolle, knattspyrnustjóri kvennaliðs PSG í Frakklandi, hefur verið sendur í leyfi frá störfum vegna ásakana um óviðeigandi hegðun og athugasemdir í garð leikmanna liðsins.

Félagið segir að leikmenn hafi orðið fyrir einhverju, ef ásakanir reynast sannar, sem á ekki samleið með gildum félagsins á íþrótta- og mannúðargrundvelli.

Hinn 61 árs gamli Olle-Nicolle tók við stjórnvölunum hjá PSG í fyrrasumar. Liðið er í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum í Lyon þegar tvær umferðir eru eftir.

PSG vann franska bikarinn í síðustu viku og komst einnig í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem það beið ósigur fyrir Lyon.

Samkvæmt yfirlýsingu frá félaginu verður Olle-Nicolle í tímabundnu leyfi frá störfum meðan rannsókn stendur yfir.

PSG tekur þetta mál alvarlega og ætlar að leiða í ljós öll atvik og athugasemdir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist