fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Rooney hjónin láta ekki sjá sig á síðasta degi réttarhalda – Vildu ekki svíkja synina

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 09:22

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Coleen Rooney og Wayne Rooney fengu leyfi fyrir því að mæta ekki til leiks á síðasta degi réttarhalda í máli Coleen og Rebekah Vardy. Dómarinn gaf leyfi fyrir því að hjónin myndu ekki mæta í dag.

Meiðyrðamál Vardy gegn Rooney er nú fyrir dómstólum og undanfarna daga hefur það verið tekið fyrir og það mun einnig verða gert næstu daga. Verjandi Rooney sótti hart að Rebekuh Vardy í málinu, sakaði hana meðal annars um lygar og lagði fyrir hana nokkur mál sem hann vill meina að Vardy tengist beint en hún þverneitar.

Málið tengist inn í enska boltann en Jamie Vardy, framherji Leicester City er eiginmaður Rebekuh og Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County og fyrrum leikmaður Manchester United er eiginmaður Coleenar.

Co­leen Roon­ey hefur áður sakað Var­dy um að leka upp­lýsingum um einka­líf Roon­ey-fjöl­skyldunnar í fjöl­miðilinn The Sun og upplegg verjanda Rooney í dag var að koma með fleiri sambærileg mál til sögunnar, mál sem hann segir tengjast því að Rebekah Vardy eða umboðsmaður hennar fyrir tilstilli Vardy, hafi lekið upplýsingum um til fjölmiðla gegn greiðslu.

Vardy mæti fyrir dómara í dag en eins og fyrr segir voru Rooney hjónin ekki á svæðinu. Réttarhöldum átti að vera lokið og höfðu þau bókað sumarfrí fyrir synina, vlidu þau ekki svíkja það og fengu leyfi til að fara með Kai, Cass, Klay og Kit í sumarfrí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fögnuður Óskars í Noregi vekur mikla athygli – Af hverju var þetta lag undir?

Fögnuður Óskars í Noregi vekur mikla athygli – Af hverju var þetta lag undir?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leifur: „Það er yfirleitt talað um okkur eins og eitthvað fallbyssufóður“

Leifur: „Það er yfirleitt talað um okkur eins og eitthvað fallbyssufóður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir frá atviki á æfingu Vals – „Hvað er þetta?“

Segir frá atviki á æfingu Vals – „Hvað er þetta?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dregið í Bikarnum – Stórleikur á Hlíðarenda og ríkjandi meistarar fengu þægilegan drátt

Dregið í Bikarnum – Stórleikur á Hlíðarenda og ríkjandi meistarar fengu þægilegan drátt