fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Enski boltinn: Man City aftur þremur stigum á undan Liverpool og bættu markatöluna vel – Leeds í slæmum málum

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 21:07

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Staðan er farin að líta vel út fyrir Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir stórsigur á Wolves á útivelli í kvöld er liðið komið þremur stigum á undan Liverpool á ný auk þess að markatala þeirra er betri með sjö mörkum.

Kevin De Bruyne var algjörlega stórkostlegur í leiknum. Hann kom City yfir á 7. mínútu. Leander Dendoncker jafnaði fyrir heimamenn stuttu síðar.

Eftir rúman stundarfjórðung var De Bruyne hins vegar aftur á ferðinni með mark og á 24. mínútu skoraði Belginn þriðja mark City og fullkomnaði um leið þrennuna. Staðan í hálfleik var 1-3.

De Bruyne skoraði fjórða mark sitt og City á 60. mínútu. Magnaður leikur hjá honum. Raheem Sterling átti eftir að bæta við einu marki fyrir City sem vann 1-5.

Mynd/Getty

Chelsea heimsótti þá Leeds og vann öruggan sigur.

Mason Mount kom gestunum yfir á fjórðu mínútu. Tæpum 20 mínútum síðar fékk Daniel James rautt spjald fyrir afar ljóta tæklingu á Matteo Kovacic. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Leeds missir mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik.

Christian Pulisic tvöfaldaði forystu Chelsea á 55. mínútu. Romelu Lukaku innsiglaði svo 0-3 sigur liðsins á 83. mínútu.

Chelsea er í þriðja sæti deildarinnar með 70 stig. Leeds er í átjánda sæti með 34 stig, jafnmörg stig og Burnley sem á þó leik til góða.

Jamie Vardy / Getty Images

Leicester vann þá öruggan sigur á Norwich á heimavelli.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Jamie Vardy kom heimamönnum yfir snemma í þeim seinni. Hann bætti við öðru marki eftir rúman klukkutíma leik.

James Maddison gulltryggði svo sigurinn með þriðja markinu á 70. mínútu. Lokatölur 3-0.

Leicester er í tíunda sæti með 45 stig. Norwich er á botninum og löngu fallið.

Frank Lampard /Getty Images

Loks gerðu Watford og Everton markalaust jafntefli.

Everton er í sextánda sæti, tveimur stigum fyrir ofan Leeds sem er í síðasta fallsætinu. Þá á liðið einnig leik til góða. Watford er þegar fallið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Í gær

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar