fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
433Sport

Þrír kostir á borði Eriksen – Vera áfram, rómantísk endurkoma eða spila fyrir Ten Hag

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 12:00

Christian Eriksen (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurkoma Christian Eriksen á knattspyrnuvöllinn hefur verið mögnuð, danski miðjumaðurinn hefur blómstrað hjá Brentford.

Eriksen fór í hjartastopp síðasta sumar í leik með Dönum á Evrópumótinu í knattspyrnu og margir töldu að hann myndi aldrei spila fótbolta aftur.

Eriksen samdi við Brentford í janúar og hefur átt frábæran tíma þar, samningur hans er á enda í sumar.

Brentford hefur áhuga á að halda í Eriksen en hann vill taka ákvörðun um framtíð sína í sumar. Ensk blöð segja þrjá kosti vera á borði Eriksen.

Tottenham hefur áhuga á að fá Eriksen aftur en þar átti hann góða tíma áður en hann gekk í raðir Inter á Ítalíu. Antonio Conte var stjóri Inter þegar Eriksen spilaði fyrir félagið en hann er í dag með Tottenham.

Manchester Untied hefur einnig sýnt Eriksen áhuga en ensk blöð segja að Erik ten Hag sem tekur við liðinu í sumar hafi áhuga á danska miðjumanninum.

Þá hefur Brentford mikinn áhuga á að halda í Eriksen en þar hefur  danska miðjumanninum liðið vel.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt að hann verði áfram eftir U-beygju

Líklegt að hann verði áfram eftir U-beygju
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar
433Sport
Í gær

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist
433Sport
Í gær

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku