fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
433Sport

Elísabet upplifði stóra breytingu í starfi í vetur – ,,Stórfurðulegt“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 2. apríl 2022 10:00

Elísabet Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, var í viðtali í þættinum Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut í gær. Þar var farið yfir víðan völl.

Ný leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni hófst á dögunum. Kristianstad vann fyrsta leik sinn gegn Kalmar 4-0. ,,Mér fannst við spila frábæran leik. Það er erfitt að spila leik við nýliða. Miðað við aðstæður fannst mér við spila mjög góðan fótbolta,“ sagði Elísabet um leikinn. Hjá Kalmar leikur Hallbera Guðný Gísladóttir. ,,Ég vann hana í fyrsta sinn í sænsku deildinni. Þetta var sennilega níundi leikurinn (þar sem ég mæti henni). Ótrúleg tölfræði,“ sagði Elísabet.

Hjá Kristianstad leikur hin afar spennandi Amanda Andradóttir. Hún kom til félagsins í vetur. Þá er Emilía Óskarsdóttir einnig á mála hjá Kristianstad. Hún er fædd 2006 og þykir sömuleiðis mikið efni. ,,Þær eru án efa tvær af efnilegustu knattspyrnukonum Íslands í augnablikinu. Báðar búnar að standa sig ótrúlega vel í vetur.“

Þó Emilía sé ung að árum er hún farin að spreyta sig með aðalliðinu. ,,Já, hún á 100% eftir að fá að spila einhverjar mínútur með okkur. Hún er búin að spila æfingaleiki á tímabilinu og hún skapar sér alltaf færi. Hún er ótrúlega fljót og sterk og fullorðin sem leikmaður. Hana vantar taktíska þekkingu. Þar er hún langt á eftir. Hún er meðvituð um það og er dugleg að reyna að koma sér inn í það smátt og smátt.“

Elísabet er brött fyrir komandi tímabil. ,,Mér líst rosalega vel á þetta tímabil. Mér finnst þetta opnari deild en verið hefur. Það eru fjórtán lið í deildinni í fyrsta sinn svo það eru fleiri leikir.“

Sif Atladóttir fór frá Kristianstad eftir ellefu ár hjá félaginu í vetur. Eiginmaður hennar, Björn Sigurbjörnsson, hafði starfað sem aðstoðarmaður Elísabetar en hann kvaddi sömuleiðis til að taka við liði Selfoss. ,,Stórfurðulegt,“ sagði Elísabet um brotthvarf þeirra. ,,Ekki bara fyrir leiki heldur líka hversdagsleikinn. Að borða lunch saman eða heyrast með alls konar mál.“

Elísabet hefur starfað hjá Kristianstad frá árinu 2009. Hún hefur gert frábæra hluti í oft krefjandi aðstæðum. ,,Ég lifi fyrir stundina og maður hefur ekki hugmynd um hvað gerist á morgun. Ég elska liðið mitt og fólkið sem ég vinna með. Ég er ekkert að pæla í hvað gerist í haust.“

Hún kveðst spennt fyrir framtíðinni í íslenskum fótbolta. ,,Mér finnst mjög áhugavert hvað eru margar ungar og efnilegar stelpur á leiðinni upp. Ef við horfum á framtíðina næstu fimm árin held ég að við eigum eftir að eiga ótrúlega gott landslið.“

Ísland tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í sumar og er þar í riðli með Belgum, Ítölum og Frökkum. Hvernig líst Elísabetu á þennan riðil? ,,Þetta er ótrúlega erfiður riðill. Ég ætla að vara við þessum riðli. Íslenska liðið þarf að spila algjörlega á sínu besta til fara í gegnum þennan riðil.“

Hér fyrir neðan má sjá spjallið við Elísabetu í heild sinni.

video
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt að hann verði áfram eftir U-beygju

Líklegt að hann verði áfram eftir U-beygju
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar
433Sport
Í gær

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist
433Sport
Í gær

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku