fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Geggjaður Benzema tryggði Real áfram eftir dramatík – Algjört andleysi PSG í seinni hálfleik

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. mars 2022 21:54

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tók á móti Paris Saint-Germain í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leiknum í París lauk 1-0 fyrir heimamenn.

Real byrjaði leikinn af krafti og kom ofarlega á völlinn. PSG tók þó smátt og smátt yfir leikinn þegar leið á fyrri hálfleikinn og fékk betri færi.

Kylian Mbappe var stórhættulegur fyrir PSG í leiknum og hann kom boltanum í netið með góðu skoti eftir rúman hálftíma leik. Markið var hins vegar ekki dæmt gilt þar sem Nuno Mendes var rangstæður í aðdraganda marksins.

Mbappe skoraði hins vegar gott og gilt mark á 39. mínútu. Hann tók þá sprett upp völlinn á ógnarhraða og Neymar renndi boltanum í gegn. Frakkinn setti boltann svo í netið framhjá Thibaut Courtois.

Kylian Mbappe fagnar markinu. Mynd/Getty

Staðan í hálfleik var 0-1.

Eftir tæpar tíu mínútur í seinni hálfleik kom Mbappe knettinum enn á ný í markið eftir frábær tilþrif. Mark hans var hins vegar aftur dæmt af vegna rangstöðu.

Eftir um klukkutíma leik jöfnuðu hins vegar heimamenn í Real. Gianluigi Donnarumma gerði sig þá sekan um afar slæm mistök sem leiddi til þess að Karim Benzema skoraði. Einvígið orðið galopið að nýju.

Vinicius Jr. fékk dauðafæri til að koma heimamönnum yfir á 72. mínútu en skaut þá yfir. Nokkrum mínútum síðar skoraði Benzema hins vegar sitt annað mark og jafnaði fyrir Real. Markið skoraði hann eftir sendingu frá Luka Modric.

Magnaður. Mynd/Gettt

PSG rétt náði að taka miðju áður en heimamenn þutu aftur fram í sókn og skoruðu þriðja markið. Enn og aftur var Benzema á ferðinni. Ótrúleg dramatík á Santiago Barnabeu. Real Madrid komið yfir í einvíginu.

Það virtist vanta allan anda og karakter í lið PSG til að jafna einvígið að nýju. Real Madrid sigldi sigrinum heim og er komið í 8-liða úrslit.

Rólegt í Manchester
Manchester City tók á móti Sporting. Fyrri leikur liðann fór 0-5 fyrir Man City.

Leikur kvöldsins var rólegur og lauk honum með markalausu jafntefli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár