fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
433Sport

Birkir aldrei íhugað að hætta í landsliðinu – „Kann mjög vel við mig í Tyrklandi“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. mars 2022 15:30

Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Bjarnason leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands mun vafalítið bera fyrirliðabandið þegar liðið mætir Finnlandi á morgun.

Birkir er reyndasti leikmaður liðsins og hefur átt góðu gengi að fagna í bláu treyjunni. Hann er nú í öðru hlutverki í breyttu liði og þarf að vera leiðtogi liðsins.

„Við höfum verið að ræða það innan hópsins, við ætlum að gera meiri kröfur á okkur. Við erum að fara að gera meira kröfur á sigur, um það snýst þetta. Að vinna leiki og koma okkur á betri stað, það væri gott að byrja árið á sigri,“ sagði Birkir á fundi í dag.

Birkir er á sínu fyrsta tímabili með Adana Demirspor í Tyrklandi, hann og liðið hafa spilað vel.

„Þetta er búið að vera mjög gaman og krefjandi, ég held að það séu ekki margir sem hefðu búist við því að við værum að berjast á toppnum. Við og stuðningsmenn gerum kröfur á að við gerum það gott, við ætlum okkur að berjast þarna. Það eru níu leikir eftir og núna ætlum við að reyna að berjast um Evrópusætin.“

„Ég kann mjög vel við mig þarna í Tyrklandi og í liðinu, það er búið að ganga vel hjá mér. Mér líður ótrúlega vel.“

Miklar breytingar urðu á landsliði Íslands á síðasta ári en Birkir hefur aldrei íhugað að hætta í landsliðinu.

„Nei, það hefur aldrei verið hingað til. Mér líður vel og finnst ótrúlega skemmtilegt að koma í hópinn og spila með landsliðinu. Ég er einbeittur og hlakka til að spila.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“
433Sport
Í gær

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið
433Sport
Í gær

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“
433Sport
Í gær

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“
433Sport
Í gær

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United