fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Meistaradeildin: Inter nýtti ekki færin og Liverpool refsaði – Allt jafnt hjá Salzburg og Bayern eftir mark í uppbótartíma

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 21:58

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inter tók á móti Liverpool í stórleik kvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn. Liverpool var meira með boltann en Inter komst hins vegar næst því að skora. Það var þegar Hakan Calhanoglu setti boltann í slána eftir rúman stundarfjórðung.

Staðan í hálfleik var markalaus.

Heimamenn voru svo betri aðilinn lengst af í seinni hálfleiknum. Þeir sköpuðu sér nokkur færi til að skora og kom Edin Dzeko knettinum meira að segja í netið á 60. mínútu. Hann var hins vegar réttilega dæmdur rangstæður.

Þegar stundarfjórðungur lifði leiks skoraði Roberto Firmino hins vegar fyrir Liverpool. Markið kom með flottum skalla eftir hornspyrnu. Það er óhætt að segja að það hafi komið gegn gangi leiksins.

Roberto Firminio kemur Liverpool yfir. Mynd/Getty

Um átta mínútum síðar gengu gestirnir svo á lagið og settu annað mark á særða Ítalíumeistaranna. Virgil van Dijk skallaði þá fyrirgjöf fyrir fæturnar á Mohamed Salah sem setti boltann í netið. Skotið tók nokkra stefnubreytingu af varnarmanni Inter á leið í markið.

Mohamed Salah skorar í kvöld. Mynd/Getty

Lokatölur 0-2. Liverpool fer með gott forskot í seinni leikinn á Anfield.

Bayern bjargaði sér í lokin

Á sama tíma tók RB Salzburg á móti Bayern Munchen.

Chukwubuike Adamu kom heimamönnum óvænt yfir með góðu skoti á 21. mínútu.

Bayern sótti aðeins í sig veðrið þegar leið á seinni hálfleik. Kingsley Coman sá svo til þess að staðan í einvíginu sé jöfn fyrir seinni leikinn í Þýskalandi með marki seint í leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“