fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023
433Sport

Segja að það sé við konurnar að sakast eftir hörmungarnar

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 16:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við­vera maka leik­manna þýska karla­lands­liðsins á liðs­hóteli lands­liðsins í Katar eru sögð hafa haft slæm á­hrif á and­rúms­loftið í lands­liðinu og átt sinn þátt í slæmu gengi liðsins sem féll úr leik í riðla­keppni mótsins.

Þýski vef­miðillinn Bild greinir frá því að á tveggja tíma krísu­fundi for­ráða­manna þýska knatt­spyrnu­sam­bandsins með lands­liðs­þjálfara­t­eymi karla­lands­liðs sam­bandsins hafi hegðun vina og fjöl­skyldu­með­lima leik­manna lands­liðsins á liðs­hótelinu verið nefnd sem ein á­stæðan á bak við slæmt gengi liðsins á HM í Katar.

Stemningin sem hafi myndast á liðs­hóteli lands­liðsins hafi haft það yfir­bragð yfir sér að um frí væri að ræða fremur en keppni á HM í knatt­spyrnu og að það hafi valdið leik­mönnum ó­noti.

Hegðun kvennanna á liðs­hótelinu hafi valdið vanda­málum. Þær hafi eytt tíma í að taka af sér sjálfur við sund­laugina og leik­menn á meðan verið með börn sín.

Eftir jafn­tefli Þýska­lands gegn Spán­verjum í annarri um­ferð riðla­keppninnar var unnustum leik­manna boðið að gista á liðs­hótelinu fyrir loka­leik liðsins í riðla­keppninni.

Unnusturnar fengu leyfi til þess að dvelja í tvær nætur á hótelinu en dvöl þeirra virðist hafa farið öfugt ofan í nokkra úr starfs­liði lands­liðsins.

Hansi Flick, lands­liðs­þjálfari Þýska­lands er sagður ekki hafa verið hrifinn af þeirri hug­mynd að fjöl­skyldu­með­limir fengu að vera á liðs­hóteli lands­liðsins sem var stað­sett um 111 kíló­metra frá Doha.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bjarni Ben opinberar hverjum hann er orðinn þreyttur á – „Svo bara gerist eitthvað“

Bjarni Ben opinberar hverjum hann er orðinn þreyttur á – „Svo bara gerist eitthvað“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýja myndin af Kim Kardashian vekur verulega athygli – Birtu hana á Twitter

Nýja myndin af Kim Kardashian vekur verulega athygli – Birtu hana á Twitter
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klopp virðist staðfesta að leikmaður sé á förum

Klopp virðist staðfesta að leikmaður sé á förum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bjarni segir þá ungu hafa þurft að taka mikla ábyrgð

Bjarni segir þá ungu hafa þurft að taka mikla ábyrgð
433Sport
Í gær

Bjarni tekur eftir þessu þegar hann lítur til baka – „Ég var ekkert líklegur til að gera mjög stóra hluti“

Bjarni tekur eftir þessu þegar hann lítur til baka – „Ég var ekkert líklegur til að gera mjög stóra hluti“
433Sport
Í gær

Ásakar umboðsmann leikmanns Manchester United um lygar – ,,Þeir myndu aldrei vilja hann“

Ásakar umboðsmann leikmanns Manchester United um lygar – ,,Þeir myndu aldrei vilja hann“
433Sport
Í gær

Fóru að skellihlæja eftir ummæli Keane um Guardiola – Steinum kastað úr glerhúsi

Fóru að skellihlæja eftir ummæli Keane um Guardiola – Steinum kastað úr glerhúsi
433Sport
Í gær

Bjarni Ben fullyrðir að margar fréttir muni berast af stóra málinu í Laugardal á næstunni

Bjarni Ben fullyrðir að margar fréttir muni berast af stóra málinu í Laugardal á næstunni