fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

,,Maradona hefði verið sá fyrsti til að hlaupa inn á völlinn“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 21. desember 2022 22:19

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínu, hefði elskað fátt meira en að sjá Diego Maradona í stúkunni um helgina er liðið vann HM.

Maradona er einn besti ef ekki besti leikmaður í sögu Argentínu en hann berst um þann titil við Lionel Messi.

Maradona lést fyrir tveimur árum síðan og var því ekki á staðnum í Katar er Argentína vann Frakkland í vítakeppni.

Scaloni áttaði sig seint á því að Maradona væri ekki á staðnum en vonar innilega að hann hafi notið þess að sjá liðið fagna titlinum fræga.

,,Þið fenguð mig til að átta mig á því að hann er ekki hérna, annars væri ég viss um að hann væri hér,“ sagði Scaloni.

,,Sem betur fer náðum við að lyfta bikarnum, eitthvað sem okkur hefur dreymt um í svo langan tíma, við erum svo ástríðufull þjóð.“

,,Ég vona að hann hafi notið þess að ofan. Ef hann væri hér hefði hann notið þess svo mikið, hann hefði verið fyrstur til að hlaupa inn á völlinn.“

,,Ég vildi óska þess að hann væri hér til að njóta augnabliksins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona