fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Skaut harkalega á kollega sinn á Englandi og sér eftir því – ,,Átti aldrei að gera þetta“

Victor Pálsson
Föstudaginn 2. desember 2022 18:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish, leikmaður Englands, sér mikið eftir þeim ummælum sem hann lét falla í maí á þessu ári.

Grealish skaut þar á Miguel Almiron, leikmann Newcastle, sem hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.

Grealish sagði Riyad Mahrez, liðsfélaga sinn hjá Manchester City, hafa spilað eins og Almiron og hafði þess vegna þurft að fara af velli gegn Aston Villa.

Á þessum tíma var Almiron í mikilli lægð hjá Newcastle en hefur stigið verulega upp á þessu tímabili og staðið sig frábærlega.

Grealish sér eftir þessu ódýra skoti á Almiron og mun biðjast afsökunar ef þeir hittast á vellinum í vetur.

,,Ég geri stundum mjög heimsklulega hluti sem ég sé eftir,“ sagði Grealish fyrir leik Englands gegn Senegal á sunnudag.

,,Ég sé eftir þessu því þetta er eitthvað sem ég átti aldrei að gera. Þetta tilheyrir fortíðinni og ef ég spila einhvern tímann gegn honum þá mun ég sýna honum virðingu.“

,,Hann á alla mína virðingu skilið og ég vona að hann haldi áfram að skora.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“