Farandverkamaður lést er hann var við viðgerðir á æfingasvæði sádi-arabíska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Katar. Maðurinn er frá Filippseyjum.
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, segist harmi slegið yfir tíðindunum.
Mótanefnd segir starfsmanninn hins vegar ekki hafa verið að vinna innan síns verksviðs. Þá á slýsið ekki að hafa gert innan lögsögu HM í Katar.
„FIFA er harmi slagið yfir þessum tíðindum og hugur okkar er hjá fjölskyldu verkamannsins,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Þá kemur fram að sambandið geti ekki tjáð sig meira um málið að svo stöddu.
Katörsk yfirvöld rannsaka nú dauðsfallið og reyna að komast til botns í málinu.
Aðbúnaður verkamanna í aðdraganda HM í Katar var harðlega gagnrýndur. Fjöldi þeirra lést við byggingu þeirra leikvanga sem notaðir eru undir mótið.