fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Nýjar fregnir sem munu gleðja stuðningsmenn Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid mun taka þátt í kapphlaupinu um Jude Bellingham næsta sumar. Félagið mun þó ekki borga of mikið fyrir hann.

Það er Marca sem fjallar um þetta.

Hinn 19 ára gamli Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims um þessar mundir. Miðjumaðurinn er á mála hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi, þar sem hann hefur farið á kostum.

Þá hefur frábært Heimsmeistaramóti hans með enska landsliðinu í Katar hingað til ekki minnkað áhugann.

Samkvæmt Marca leiðir Liverpool kapphlaupið um Bellingham. Sem stendur er talið líklegast að hann endi á Anfield eða hjá Real Madrid.

Nýjar fregnir af því að Real Madrid ætli sér hins vegar ekki að borga of háa upphæð fyrir kappann styrkir án efa stöðu Liverpool.

Það er talið að Dortmund vilji um 150 milljónir evra fyrir Bellingham.

Bellingham hefur verið á mála hjá Dortmund síðan 2020. Hann kom frá Birmingham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni