Jude Bellingham hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína á HM í Katar en hann er leikmaður Englands.
Bellingham er aðeins 19 ára gamall og á alla framtíðina fyrir sér en hann spilar með Borussia Dortmund í Þýskalandi.
Enginn annar en harðhausinn Roy Keane hrósaði Bellingham í hástert eftir leik Englands við Senegal í 16-liða úrslitum sem vannst 3-0.
Keane er þekktur fyrir að vera mjög gagnrýninn þegar kemur að leikmönnum en hann er mikill aðdáandi Bellingham.
,,Ég hef ekki séð ungan miðjumann standa sig svona vel í mörg ár. Þið sjáið yfirleitt heimsklassa frammistöður hjá leikmönnum sem eru 26 eða 27,“ sagði Keane.
,,Hann er maður, hann er þroskaður þegar hann tekur ákvarðanir. Það sem er í gangi í hausnum á þér er mikilvægt fyrir miðjumann.“
,,Að taka réttar ákvarðanir, gefa rétta lokasendingu – þessi krakki er með allt saman.“