Umboðsmaður Jurgen Klopp hefur staðfest það að hann sé ekki að taka við þýska landsliðinu.
Þýskaland er úr leik á HM í Katar og gæti vel íhugað það að leysa Hansi Flick af hólmi eftir slæmt mót.
Þýskaland hefur verið í töluverðri lægð undanfarin ár og mistókst einnig að komast úr riðli sínum á HM í Rússlandi 2018.
Klopp er þjálfari Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og hefur náð frábærum árangri þar og er ekki á förum.
Marc Kosicke er umboðsmaður Klopp og segir að Þjóðverjinn sé ákveðinn í að sinna sínu starfi á Englandi næstu fjögur árin.
,,Þetta er bara eitthvað sem fjölmiðlar tala um. Jurgen er með samning við Liverpool til 2026 og ætlar að virða hann,“ sagði Kosicke.