fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
433Sport

Simmi Vill syndir gegn straumnum og spyr erfiðra spurninga – „Af hverju mætti hann í regnbogabol?“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 2. desember 2022 09:01

Simmi Vill. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, eða Simmi Vill eins og hann er gjarnan kallaður, segir að fólk verði að virða menninguna í Katar þó svo að það sé ekki sammála henni.

Eins og flestir vita er Heimsmeistaramótið í knattspyrnu haldið þar í landi um þessar mundir. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir það. Mannréttindi eru fótum troðin í landinu, þar á meðal réttindi hinsegin fólks.

„Segjum að þú farir til Tenerife. Ert þú týpan sem fer beint á Íslendingabarinn? Þú ert að læra á nýjan kúltúr er það ekki? Er þá ekki bara frábær tilbreyting að mæta til Katar og upplifa hvernig Katar er, en ekki bara fara beint á Íslendingabarinn? Katar á ekki endilega aðlagast heldur eigum við kannski bara að aðlagast þeim og kynna okkur í leiðinni þennan kúltúr,“ segir Sigmar í hlaðvarpsþættinum 70 Mínútur.

Hann bendir á að það sem eðlilegt er fyrir okkur hvað mannréttindi og annað varðar sé það ekki endilega annars staðar.

„Það er okkar norm, ekki þeirra norm. Ég er ekki sammála þeirra kúltúr en við verðum að átta okkur á því að árið 1970 var það nú bara þannig að við gerðum samkynhneigða brottræka úr samfélaginu okkar. Við erum komin lengra í þessu en þeir eru að komast þangað. Við vorum ekkert rosalega fljót til í þessum efnum en þegar við vorum til gerðum við það á ógnarhraða. Það er enginn ósammála því að það var frábær þróun.“

Fjöldi erlendra verkamanna létust við byggingu leikvanganna sem notaðir eru undir HM í Katar. Sigmar telur Ísland þó ekkert fyrirmyndarríki í aðbúnaði erlendra verkamanna.

„Ræðum aðeins aðstæður erlendra verkamanna á Íslandi. Ég veit ekki betur en það að Kveikur hafi gert heljarinnar úttekt á aðstöðu og aðbúnaði verkamanna,“ segir hann og bendir á að hægt sé að finna fjöldanna allan af harmsögum af erlendum verkamönnum á Íslandi.

„Ég myndi giska á það að  fleiri erlendir verkamenn hafi dáið á Íslandi út frá fjölda. Ef þú skoðar aðbúnað verkamanna sem koma hingað þá held ég að við séum með allt niður um okkur.“

Sigmar ítrekar að hann sé ekki sammála menningu Katara.

„Ég er ekki að réttlæta neitt sem Katar stendur fyrir. Ég er bara að biðja ykkur um að vera ekki svona einsýn og sjá betur flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin.“

Hugi Halldórsson er með Sigmari í hlaðvarpinu og segist reiður að sjá hluti á borð við það að fólki í regnbogabolum sé vísað frá leikvöngum í Katar.

„Af hverju mætti hann í regnbogabol? Af hverju viltu koma sem gestur og ögra? Þú veist hverjar reglurnar eru og að þetta samfélag er ekki komið þangað,“ segir Sigmar við því.

„Við verðum að samþykkja kúltúr Katar eins og hann er og að hann sé að breytast.

Það er ekkert bannað að vera samkynhneigður, bara ekki flagga því. Ég er ekki sammála þessu en ég hef skilning á þessu.“

Umræðan í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Brast í grát eftir flutning sinn: Fær að heyra það frá Englendingum – Sögð hafa „slátrað“ þjóðsöngnum þekkta í gær

Brast í grát eftir flutning sinn: Fær að heyra það frá Englendingum – Sögð hafa „slátrað“ þjóðsöngnum þekkta í gær
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband úr klefa Bosníu eftir sigurinn á Íslandi vekur athygli: Mætti umkringdur vopnuðum vörðum – Lofaði leikmönnum bónusgreiðslu

Myndband úr klefa Bosníu eftir sigurinn á Íslandi vekur athygli: Mætti umkringdur vopnuðum vörðum – Lofaði leikmönnum bónusgreiðslu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sérfræðingarnir voru spurðir: Á að reka Arnar Þór? – „Hann verður að vera áfram og sjá þetta í gegn“

Sérfræðingarnir voru spurðir: Á að reka Arnar Þór? – „Hann verður að vera áfram og sjá þetta í gegn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Messi komst við er argentínska þjóðin hyllti hetjurnar sínar á magnþrunginn hátt

Sjáðu myndbandið: Messi komst við er argentínska þjóðin hyllti hetjurnar sínar á magnþrunginn hátt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar Þór eftir slæmt tap Íslands í Bosníu – „Þetta var ekki úrslitaleikurinn í riðlinum“

Arnar Þór eftir slæmt tap Íslands í Bosníu – „Þetta var ekki úrslitaleikurinn í riðlinum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúrik og Kári ómyrkir í sínu máli – „Íslenskir alvöru karlmenn sem eiga skilið að láta hrauna yfir sig“

Rúrik og Kári ómyrkir í sínu máli – „Íslenskir alvöru karlmenn sem eiga skilið að láta hrauna yfir sig“