Romelu Lukaku var miður sín í gær eftir leik Belgíu við Króatíu á HM í Katar sem lauk með markalausu jafntefli.
Lukaku fékk allavega fjögur góð tækifæri til að skora fyrir Belgíu sem þurfti sigur til að komast í 16-liða úrslit.
Eftir leikinn var Lukaku sorgmæddur og reiður en hann hágrét á vellinum ásamt því að brjóta varamannaskýli.
Jeremy Doku, liðsfélagi Lukaku, neitar að hanna sóknarmanninum um og segir þetta vera ábyrgð allra leikmanna liðsins.
,,Já hann klikkaði á tækifærum en ég er ekki á því máli að það hafi verið honum að kenna,“ sagði Doku.
,,Við vildum allir vinna leikinn og vissum hvað við þyrftum að gera. Hann fékk tækifæri en ekki bara hann. Þetta snýst um alla leikmennina sem reyndu að komast í stöður til að skora.“