

Dagurinn eftir leik á HM í Katar er nýttur til þess að hlaða upp orkuna fyrir komandi átök, hið minnsta hjá enska landsliðinu.
England tryggði sér sigur í riðli sínum í gær og er komið áfram í 16 liða úrslit. Liðið mætir Senegal á sunnudag.

Leikmenn enska liðsins hafa í dag birt myndir af sér í endurheimt, sumir hjóla á sundlaugabakkanum í Doha en aðrir skella sér í laugina.

Gott sólbað svo á eftir til að hita og mýkja vöðvana virðist vera uppskriftin hjá enska liðinu.

Einhverjir kusu það að eyða deginum með maka sínum og þar á meðal var Conor Coady varnarmaður Everton.
