fbpx
Fimmtudagur 02.febrúar 2023
433Sport

Opnar sig loks um áhuga Manchester United

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cody Gakpo hefur verið sterklega orðaður við Manchester United undanfarið. Hann hefur nú tjáð sig um þessa orðróma.

Þessa stundina er hinn 23 ára gamli Gakpo staddur á Heimsmeistaramótinu í Katar með hollenska landsliðinu. Hann hefur skorað í báðum leikjum liðsins í riðlakeppninni til þessa og heillað mikið.

Sóknarmaðurinn er á mála hjá PSV í heimalandinu en líklegt er að hann fari þaðan fljótlega. United hefur helst verið nefnt sem hugsanlegur áfangastaður kappans.

„Núna einbeiti ég mér að HM en það er alltaf gaman að heyra svona orðróma. Ég reyni hins vegar bara að gera mitt besta hér og einbeita mér að því,“ segir Gakpo.

„Ég veit hverju ég bý yfir en það er alltaf erfitt að ná þínu hæsta mögulega stigi. Ég er ekki þar enn og get bætt mig í mörgu.“

Tölfræði Gakpo í hollensku úrvalsdeildinni er hreint ótrúleg. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp tólf í fjórtán leikjum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður Arsenal tók fram úr Neymar og Mbappe

Leikmaður Arsenal tók fram úr Neymar og Mbappe
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kveðst hafa nýtt hlutverk fyrir Sancho sem var að snúa aftur

Kveðst hafa nýtt hlutverk fyrir Sancho sem var að snúa aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað: Vinurinn kastaði köku í frægan gest – Þeir hefðu aldrei getað séð viðbrögð hans fyrir

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað: Vinurinn kastaði köku í frægan gest – Þeir hefðu aldrei getað séð viðbrögð hans fyrir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Snorri velur hóp til æfinga

Davíð Snorri velur hóp til æfinga
433Sport
Í gær

Eru gjörsamlega brjálaðir út í þá fyrir vinnubrögðin í gær

Eru gjörsamlega brjálaðir út í þá fyrir vinnubrögðin í gær
433Sport
Í gær

Þrjár mögulegar útgáfur af byrjunarliði Manchester United eftir komu Sabitzer

Þrjár mögulegar útgáfur af byrjunarliði Manchester United eftir komu Sabitzer