Portúgalska knattspyrnusambandið ætlar að sendi inn sönnunargögn til FIFA þess efnis að Ronaldo hafi skorað fyrra mark landsliðs þess gegn Úrúgvæ í gær, ekki Bruno Fernandes.
Leiknum lauk 2-0. Bruno Fernandes gerði bæði mörkin fyrir Portúgal. Það héldu þó flestir að Ronaldo hafi skorað fyrra markið til að byrja með.
Fernandes sendi boltann fyrir markið og rataði hann alla leið í netið.
Ronaldo heldur því fram að hann hafi skallað boltann í markið og sendi hann það á vin sinn Piers Morgan eftir leik.
Svo gæti verið að eitthvað sé til í þessu, fyrst að portúgalska knattspyrnusambandið er á sama máli.
Þá á Fernandes sjálfur að vera á því að Ronaldo hafi skorað markið.
Það verður áhugavert að sjá hver niðurstaðan verður. Portúgal er hið minnsta komið áfram í 16-liða úrslit eftir leik gærkvöldsins.